AUÐLIND er náttúrusjóður með það meginmarkmið
að vernda og endurheimta náttúrugæði Íslands

HVAÐ ER TÍTT

Af gefnu tilefni: Auðlind minnir á orð orkumálastjóra: "Ein af þeim stærstu áskorunum sem við stöndum frammi fyrir er sú að það er ekki öruggt að laus orka, hvort sem er úr nýjum eða eldri virkjunum, rati í orkuskiptin innanlands. Í regluverki orkugeirans er markmiðið að hæstbjóðandi kaupi orkuna. Og hæstbjóðandi, þegar eftirspurn er mikil, er ekki endilega rafbílaeigandi í Kópavogi, gróðurhús á Suðurlandi eða fiskimjölsverksmiðja sem hefur fjárfest í að rafvæða innviði sína. Hæstbjóðandi orkunnar er heldur ekki endilega samfélög á köldum svæðum, s.s. í Bolungarvík og á Snæfellsnesi, sem nota olíu sem varaafl, ef þau fá ekki græna orku."www.visir.is/g/20222209687d?fbclid=IwAR2PEu-42pxZVPem6ij_Egu8eu5agoM5dM85L2EGZONylHwv_9TtHb_-hU4 ... See MoreSee Less
View on Facebook
Auðlind fordæmir afverndun Héraðsvatna í Skagafirði og Kjalöldu, með færslu þeirra úr verndarflokki í biðflokk rammaáætlunar. Forsenda flokkunar virkjunarkostar í biðflokk getur annars vegar verið þörf á að útfæra virkjunarkostinn nánar eða afla frekari upplýsinga um hann, og hins vegar að talið sé rétt að fresta ákvörðun um virkjunarsvæðið. Bæði svæði hafa verið rannsökuð vel og lengi og því rökrétt að ætla að verið sé að fresta ákvörðun, og búa í haginn til að auðvelda færslu úr biðflokki í virkjunarflokk síðar. Tökum afstöðu með náttúrunni, verndum Héraðsvötn og Kjalöldu! ... See MoreSee Less
View on Facebook

 FYLGSTU MEÐ OKKUR