AUÐLIND er náttúrusjóður með það meginmarkmið
að vernda og endurheimta náttúrugæði Íslands

HVAÐ ER TÍTT

Snorri Baldursson (1954-2021)Náttúra Íslands hefur misst styrkan málssvara, Snorri Baldursson líffræðingur lést fyrir aldur fram þann 29. sept. sl. eftir baráttu við illvígan sjúkdóm. Snorri var ekki einungis vel menntaður líffræðingur heldur einnig orðhagur og ósérhlífinn uppfræðari. Hann sinnti margvíslegum störfum á sínu fræðasviði en tókst jafnframt að miðla visku og varnaðarorðum til almennings, ævinlega með hagsmuni lands og lífs að leiðarljósi. Þar gengdu greinar í blöð og tímarit mikilvægu hlutverki en rit hans um Lífríki Íslands sem hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin 2014 er glæsilegur vitnisburður um elju Snorra og ást hans á landinu. Snorri gekk til liðs við Auðlind minningarsjóð Guðmundar Páls Ólafssonar á meðan Guðmundar Páls naut enn við, enda höfðu þeir félagar líka sýn á náttúrvernd og stjórn umhverfismála. Eldheitur áhugi þeirra á náttúruvernd lét engan ósnortinn. Við félagar í Auðlind þökkum Snorra fyrir samfylgdina og stuðninginn, en umfram allt fyrir baráttuþrek og þor til að standa með landi og lífi. Snorri blés okkur líka von í brjóst: „Með aukinni vitund um nauðsyn gróðurverndar, hlýnandi loftslagi og landgræðslu eru líkur til að landið endurheimti smám saman sitt forna, lágstemda gróðurskrúð“ (Lífríki Íslands, bls. 6). Okkar sem eftir stöndum er að sjá til þess að svo verði.Fjölskyldu Snorra, eftirlifandi eiginkonu, sonum hans og fjölskyldum þeirra vottum við djúpa samúð. ... See MoreSee Less
View on Facebook
Í dag eru 80 ár liðin frá fæðingu Guðmundar Páls Ólafssonar hann var fæddur 2. júní 1941, en lést 30. ágúst 2012. Guðmundur Páll var náttúrufræðingur, fjölhæfur listamaður, kennari og einstakur baráttumaður fyrir velferð lands og lýðs í nútíð og framtíð. Fáir hafa lagt eins mikið af mörkum til að auka skilning fólks á gildi íslenskrar náttúru. Við minnumst hans í dag eins og alla daga með virðingu og þökk.Hér fyrir er slóð á grein hans Grát fóstra mín, sem birtist í Morgunblaðinu í janúar 1997: www.mbl.is/greinasafn/grein/310322/. Minning Guðmundar Páls lifir: "verum landinu og sjálfum okkur trú." ... See MoreSee Less
View on Facebook
NÝ OG FALLEG MINNINGARKORT AUÐLINDAR Við höfum endurhannað minningarkortin okkar og prentað á þykkari pappír. Glæsilegar ljósmyndir eftir Guðmund Pál Ólafsson og vini hans Jóhann Ísberg, Friðþjóf Helgason og Jóhann Óla Hilmarsson prýða kortin. Hvernig panta á minningarkort:1) Pantaðu kort neðst á þessari síðu: audlind.org/veita-styrk/ eða sendu okkur línu á audlind@audlind.org eða hér á Facebook.2) Fylltu út upplýsingar um móttakanda og aðrar upplýsingar sem beðið er um3) Leggðu upphæð að eigin vali inn á reikning Auðlindar (upplýsingar neðst á audlind.org)4) Við skrifum á kortið og komum því í póst.Allur ágóði af kortunum rennur óskiptur í endurheimt votlendis sem bindur kolefni, eykur líffjölbreytileika og stækkar búsvæði fugla og ýmsa annarra dýra. ... See MoreSee Less
View on Facebook

 FYLGSTU MEÐ OKKUR