Guðmundur Páll Ólafsson taldi stofnun þjóðgarðs á hálendinu bestu leiðina til að vernda vistkerfi og náttúrulegt landslag svæðisins. Þrautseigja hans, vit og víðsýni hefur sem betur fer haft áhrif á marga og við munum njóta verka hans um ókomna tíð. ... See MoreSee Less
Enn ein rannsókn sem sýnir fram á mikilvægi þess að halda votlendi óröskuðu eða endurheimta það ef við viljum ná árangri í baráttunni gegn loftslagsbreytingum ... See MoreSee Less
Hér er fjallað um "Spóann" fallega sem Andrea Fanney hannaði en hún notaði lýsingar og teikningar Guðmundar Páls og var í sambandi við hann við hönnunina. Þetta er falleg og klassísk flík sem stenst tímans tönn. Kærar þakkir Andrea fyrir að styðja Auðlind minningarsjóð Guðmundar Páls. „Hluti ágóðans af vörunni rennur nú sem áður til votlendisverkefnis Auðlindar, minningarsjóðs Guðmundar Páls. Á mörkum votlendis og móa er kjörlendi spóans og talið að um fjörutíu prósent heimsstofnsins verpi á Íslandi.“ ... See MoreSee Less
Andrea Fanney Jónsdóttir, klæðskerameistari og textílhönnuður, hannaði herðaslá sem hún kallar Spóa. Hann flakkar milli kynslóða og hreiðrar hlýlega um sig þegar kólnar.