AUÐLIND er náttúrusjóður með það meginmarkmið
að vernda og endurheimta náttúrugæði Íslands

HVAÐ ER TÍTT

Í dag eru 80 ár liðin frá fæðingu Guðmundar Páls Ólafssonar hann var fæddur 2. júní 1941, en lést 30. ágúst 2012. Guðmundur Páll var náttúrufræðingur, fjölhæfur listamaður, kennari og einstakur baráttumaður fyrir velferð lands og lýðs í nútíð og framtíð. Fáir hafa lagt eins mikið af mörkum til að auka skilning fólks á gildi íslenskrar náttúru. Við minnumst hans í dag eins og alla daga með virðingu og þökk.Hér fyrir er slóð á grein hans Grát fóstra mín, sem birtist í Morgunblaðinu í janúar 1997: www.mbl.is/greinasafn/grein/310322/. Minning Guðmundar Páls lifir: "verum landinu og sjálfum okkur trú." ... See MoreSee Less
View on Facebook
NÝ OG FALLEG MINNINGARKORT AUÐLINDAR Við höfum endurhannað minningarkortin okkar og prentað á þykkari pappír. Glæsilegar ljósmyndir eftir Guðmund Pál Ólafsson og vini hans Jóhann Ísberg, Friðþjóf Helgason og Jóhann Óla Hilmarsson prýða kortin. Hvernig panta á minningarkort:1) Pantaðu kort neðst á þessari síðu: audlind.org/veita-styrk/ eða sendu okkur línu á audlind@audlind.org eða hér á Facebook.2) Fylltu út upplýsingar um móttakanda og aðrar upplýsingar sem beðið er um3) Leggðu upphæð að eigin vali inn á reikning Auðlindar (upplýsingar neðst á audlind.org)4) Við skrifum á kortið og komum því í póst.Allur ágóði af kortunum rennur óskiptur í endurheimt votlendis sem bindur kolefni, eykur líffjölbreytileika og stækkar búsvæði fugla og ýmsa annarra dýra. ... See MoreSee Less
View on Facebook

 FYLGSTU MEÐ OKKUR