
AUÐLIND er náttúrusjóður með það meginmarkmið
að vernda og endurheimta náttúrugæði Íslands
HVAÐ ER TÍTT
NÝ OG FALLEG MINNINGARKORT AUÐLINDAR
Við höfum endurhannað minningarkortin okkar og prentað á þykkari pappír. Glæsilegar ljósmyndir eftir Guðmund Pál Ólafsson og vini hans Jóhann Ísberg, Friðþjóf Helgason og Jóhann Óla Hilmarsson prýða kortin. ![]()
Hvernig panta á minningarkort:
1) Pantaðu kort neðst á þessari síðu: audlind.org/veita-styrk/ eða sendu okkur línu á audlind@audlind.org eða hér á Facebook.
2) Fylltu út upplýsingar um móttakanda og aðrar upplýsingar sem beðið er um
3) Leggðu upphæð að eigin vali inn á reikning Auðlindar (upplýsingar neðst á audlind.org)
4) Við skrifum á kortið og komum því í póst.![]()
Allur ágóði af kortunum rennur óskiptur í endurheimt votlendis sem bindur kolefni, eykur líffjölbreytileika og stækkar búsvæði fugla og ýmsa annarra dýra.
Í dag er alþjóðlegur dagur votlendis. Mikilvægi þess verður sífellt skýrara en Auðlind hefur beitt sér fyrir endurheimt votlendis. Hér er grein eftir fv. formann Auðlindar, Þröst Ólafsson.
www.frettabladid.is
Skoðun Dagur votlendisins Þröstur Ólafsson Þriðjudagur 2. febrúar 2021 Kl. 07.26 Deila Náttúra heimsins heyir um þessar mundir örvæntingarfullt varnarstríð. Mannskepnan herjar á hana se...
Guðmundur Páll Ólafsson taldi stofnun þjóðgarðs á hálendinu bestu leiðina til að vernda vistkerfi og náttúrulegt landslag svæðisins. Þrautseigja hans, vit og víðsýni hefur sem betur fer haft áhrif á marga og við munum njóta verka hans um ókomna tíð.
www.stjornarradid.is
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, kynnti frumvarp um Hálendisþjóðgarð á fundi með fréttamönnum í dag.