
AUÐLIND er náttúrusjóður með það meginmarkmið
að vernda og endurheimta náttúrugæði Íslands
HVAÐ ER TÍTT
Tölum um votlendi!
stockholmresilience.org/research/research-news/2022-02-02-we-need-to-talk-about-wetlands-and-how-...
We need to talk about wetlands and how to save them
stockholmresilience.org
Restoration of wetlands could make a significant contribution to the EU's climate targets. A new project can help us getting there
Gleðileg jól kæru vinir! 🎄
Í tilefni af 80 ára afmælisári Guðmundar Páls Ólafssonar verður fluttur nýr útvarpsþáttur honum til heiðurs á Rás 1 í dag, Skurðir í náttúru Íslands, klukkan 13 og endurfluttur á nýársdag kl 16:05. Auðlind hvetur alla til að hlusta!
www.ruv.is/frett/2021/12/25/tilfinningar-eru-delluvari?fbclid=IwAR38Pygl_UPgNqWsmpiX_o09pUz_v0qrc...
Snorri Baldursson (1954-2021)
Náttúra Íslands hefur misst styrkan málssvara, Snorri Baldursson líffræðingur lést fyrir aldur fram þann 29. sept. sl. eftir baráttu við illvígan sjúkdóm.
Snorri var ekki einungis vel menntaður líffræðingur heldur einnig orðhagur og ósérhlífinn uppfræðari. Hann sinnti margvíslegum störfum á sínu fræðasviði en tókst jafnframt að miðla visku og varnaðarorðum til almennings, ævinlega með hagsmuni lands og lífs að leiðarljósi. Þar gengdu greinar í blöð og tímarit mikilvægu hlutverki en rit hans um Lífríki Íslands sem hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin 2014 er glæsilegur vitnisburður um elju Snorra og ást hans á landinu.
Snorri gekk til liðs við Auðlind minningarsjóð Guðmundar Páls Ólafssonar á meðan Guðmundar Páls naut enn við, enda höfðu þeir félagar líka sýn á náttúrvernd og stjórn umhverfismála. Eldheitur áhugi þeirra á náttúruvernd lét engan ósnortinn.
Við félagar í Auðlind þökkum Snorra fyrir samfylgdina og stuðninginn, en umfram allt fyrir baráttuþrek og þor til að standa með landi og lífi. Snorri blés okkur líka von í brjóst: „Með aukinni vitund um nauðsyn gróðurverndar, hlýnandi loftslagi og landgræðslu eru líkur til að landið endurheimti smám saman sitt forna, lágstemda gróðurskrúð“ (Lífríki Íslands, bls. 6). Okkar sem eftir stöndum er að sjá til þess að svo verði.
Fjölskyldu Snorra, eftirlifandi eiginkonu, sonum hans og fjölskyldum þeirra vottum við djúpa samúð.