Skipulagsskrá fyrir Auðlind – minningarsjóð Guðmundar Páls Ólafssonar

1. grein
Stofnendur hafa ákveðið að stofna sjóð til verndar íslenskri náttúru. Stofnendur eru (þeir sem skráðu sig sem slíka við stofnun) sbr. fylgiskjal A, sem telst hluti skipulagsskrár þessarar.

2. grein
Nafn sjóðsins er Auðlind – minningarsjóður Guðmundar Páls Ólafssonar. Heimili hans og varnarþing er í Reykjavík.

3. grein
Tilgangur sjóðsins er að vernda þjóðararfinn sem felst í náttúru Íslands og stuðla að sjálfbærri nýtingu náttúrunnar. Sjóðurinn mun standa vörð um náttúru Íslands, vatn, vatnafar, endurheimt fyrri landgæða og vistkerfið í heild. Það er markmið sjóðsins að efla virðingu fyrir ómetanlegum gæðum íslenskrar náttúru.

4. grein
Stofnfé sjóðsins er 750.000 krónur – sjöhundruð og fimmtíuþúsund krónur og leggja stofnendur það fram við stofnun hans, 1. desember 2008.
Sjóðinn ber að ávaxta með tryggilegum hætti og ber stjórn sjóðsins ábyrgð á fjárvörslunni. Heimilt er með sérstakri ákvörðun stjórnar að fela sérstökum fjárvörsluaðila vörslur fjármuna sjóðsins. Tekjur sjóðsins eru ávöxtunartekjur, framlög og gjafafé. Gert er ráð fyrir að úthlutað verði árlega úr sjóðnum nema stjórn ákveði annað.

5. grein
Stjórn Auðlindar getur valið sér fulltrúaráð sem nefnist Vildarvinir. Vildarvinir skulu vera stjórn til ráðuneytis og stuðnings um hvaðeina sem stjórn óskar eftir.

6. grein
Auðlind – minningarsjóður Guðmundar Páls Ólafssonar er sjálfseignarstofnun sem starfar samkvæmt skipulagsskrá þessari. Um sjóðinn gilda ákvæði laga nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá.

7. grein
Fé sjóðsins skal varið í þágu markmiða hans með framlögum eða styrkjum til einstaklinga eða félaga samkvæmt umsóknum eða að frumkvæði stjórnar. Skulu styrkir miða að því að hvetja til átaks um verkefni í samvinnu við einstaklinga, félög, fyrirtæki, stofnanir og landsyfirvöld. Átaksverkefni verða innan sjóðsins og nefnast þau fyrstu Votlönd og Assa. Votlönd er samnefnari fyrir verkefni um endurheimt votlendis og Assa er samnefnari fyrir verkefni sem lúta að verndum arnarins. Stjórn getur stofnað til annarra átaksverkefna. Heimilt er að nýta fjármuni sjóðsins til að eiga samvinnu á alþjóðlegum vettvangi enda sé hún í samræmi við tilgang sjóðsins.

8. grein
Stjórn sjóðsins skipa sjö menn og jafnmargir til vara. Stjórn er skipuð til eins árs í senn. Formaður er tilnefndur sérstaklega. Stjórn heldur fundi svo oft sem þurfa þykir eða að beiðni a.m.k. tveggja stjórnarmanna. Stjórnarmenn fá ekki þjóknun fyrir störf sín, en endurgreiða má þeim útlagðan kostnað.
Guðmundur Páll Ólafsson, kt:020641-3989, Neskinn 1, 340 Stykkishólmi,
Haraldur Sigurðsson, kt: 310539-4579, Bókhlöðustíg 10 340 Stykkishólmi,
Ívar Kristjánsson, kt: 011069-5099, Boðagranda 20, 107 Reykjavík
Orri Vigfússon, kt. 100742-2339, Grænuhlíð 11, 105 Reykjavík
Salvör Jónsdóttir, kt. 251259-2759, Fjörugranda 2, 107 Reykjavík,
Ragnhildur Sigurðardóttir kt. 260466-4299, Stokkseyrarseli, 801 Selfossi
Þórólfur Árnason, kt. 240357-5269, Bergstaðastræti 80, 101 Reykjavík.

9. grein
Ársfund Auðlindar skal halda fyrir 1. maí ár hvert. Til ársfundar skal boða með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara. Rétt til setu á ársfundi hefur stjórn ásamt varamönnum auk Vildarvina og verndara sjóðsins. Æðsta vald í málefnum sjóðsins hefur stjórnin og aðeins hún hefur atkvæðisrétt á ársfundum.
Á dagskrá ársfundar skal vera:

  • Kjör fundarstjóra og annarra embættismanna fundarins.
  • Skýrsla stjórnar og umræður um hana.
  • Endurskoðaðir reikningar lagðir fram.
  • Tilnefning stjórnarmanna.
  • Önnur mál.

10. grein
Skipulagsskrá þessari verður ekki breytt nema með samþykki fimm stjórnarmanna hið minnsta enda fái skipulagsskrá þannig breytt staðfestingu viðeigandi stjórnvalds skv. lögum. 19/1988. Tillögur um breytingar skulu berast stjórn skriflega eigi síðar en viku fyrir ársfund og skuli þær liggja frammi á fundinum. Ekki er heimilt að breyta tilgangi sjóðsins skv. 3. gr.

11. grein
Reikningsár sjóðsins er almanaksárið og skal stjórnin ráða löggiltan endurskoðanda til að endurskoða reikninga sjóðsins. Fyrsta reikningstímabil sjóðsins er frá stofnun hans 24. apríl 2008 til 31 desember 2008. Endurskoðaðan reikning ásamt skýrslu stjórnar um hvernig fé sjóðsins var ráðstafað á árinu skal senda til Ríkisendurskoðunar eigi síðar en 30. júní ár hvert.

12. grein
Stjórnin getur valið sérstaka verndara sjóðsins sem hefur rétt til setu á stjórnarfundum Auðlindar og tillögurétt. Fyrsti verndari sjóðsins er frú Vigdís Finnbogadóttir.

13. grein
Stjórn sjóðsins er heimilt að ráða framkvæmdastjóra, starfsmenn og verktaka til að vinna að markmiðum og verkefnum sjóðsins. Framkvæmdastjóri hefur umsjón með almennum verkefnum og situr fundi sjóðsins sem ritari og hefur tillögurétt án atkvæðisréttar.

14. grein
Sjóðurinn verður ekki lagður niður nema með samþykki allra stjórnarmanna. Skulu eignir hans þá renna óskiptar til félagasamtaka eða stofnana er vinna að markmiðum sambærilegum þeim sem sjóðurinn hefur, samkvæmt ákvörðun stjórnarinnar. Leita skal opinberrar staðfestingar á niðurlagningu sjóðsins.

Reykjavík, 15. nóvember, 2015.